Karfan.is hefur nú sett í loftið sölusíðu fyrir allar þær fjölmörgu ljósmyndir sem við birtum á vefsíðunni okkar. Nú getur þú keypt þitt eigið eintak í fullri upplausn. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig inn. Þú ferð inn á myndir.karfan.is og stofnar þinn eigin aðgang.
Nokkuð magn af myndum er þegar komið inn á síðuna og þeim á bara eftir að fjölga. Við munum t.d. setja jafnt og þétt inn myndir frá Norðurlandamótinu í Svíþjóð svo frændi, frænka, mamma, pabbi og allir aðrir geta skráð sig inn og keypt myndir af grasrótinni gera sitt besta gegn frændum okkar á Norðurlöndum.
 
Endilega lítið við á síðunni og prófið ykkur áfram, www.myndir.karfan.is – ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið haft samband við sverrir@felagsvorur.is en Félagsvörur ehf mun sjá um endanlega sölu allra mynda. Einnig verður hægt að fá myndir útprentaðar í nokkrum mismunandi stærðum.
 
myndir.karfan.is

nonni@karfan.is