Úrslit austurstrandarinnar hófust í NBA deildinni í nótt þar sem Miami Heat tóku 1-0 forystu í einvíginu gegn Boston Celtics. Lokatölur 93-79 á heimavelli Miami þar sem félagarnir LeBron James og Dwyane Wade gerðu saman 54 stig.
James setti 32 stig í leiknum og tók 13 fráköst en Wade var með 22 stig og 7 stoðsendingar. Hjá Boston var Kevin Garnett með 23 stig og 10 fráköst en liðsmenn Boston voru að pirra sig á dómgæslunni í leiknum og fengu dæmd fjögur tæknivíti á sig.
 
Leikur tvö fer svo fram á miðvikudagskvöld á heimavelli Miami en að honum loknum færist einvígið til Boston.
 
nonni@karfan.is