Miami Heat tók í nótt 3-2 forystu gegn Indiana Pacers í undanúrslitum austurstrandarinnar í NBA deildinni. Heat skelltu Pacers 115-83 þar sem LeBron James gerði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar, enn eitt þrennudaðrið hjá kappanum.
Dwyane Wade lét ekki sitt eftir liggja með 28 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar. Paul George var svo stigahæstur í liði Indiana með 11 stig og 4 fráköst. Næsti leikur fer fram á aðfararnótt föstudags á heimavelli Indiana þar sem þeir geta með sigri tryggt sér oddaleik.
 
nonni@karfan.is