Í nótt fóru fram 2 leikir í úrslitakeppni NBA.  Miami sigraði NY Knicks í þriðja leiknum í röð og í nú á heimavelli þeirra, Madison Square. New York án Amare Staudamire sem skar sig á hendi eftir fáránlega framkomu eftir síðasta leik og Chris Bosh kom korteri fyrir leik eftir að hafa flogið heim til að fylgjast með frumburði sínum koma í heiminn. 
 Fyrir leik var Tyson Chandler heiðraður fyrir varnarleik í vetur og byrjaði hann leikinn á einu smekklegu blokki.  NY voru að spila ágætlega í fyrri hálfleik en í þeim seinni tók Lebron James völdin og sigldi sigrinum í land. 87:70 lokastaðan og James með 32 stig.   Tilþrif kvöldsins átti hinsvegar JR Smith og skorum við lesendur að kíkja á þetta.
 
 
Meistarar Dallas ætla sér víst snemma í sumarfríið en þeir eru komnir 0-3 undir gegn Oklahoma og lítið sem gefur til kynna annað en að Oklahoma muni sópa þeim út. 95:79 endaði leikurinn þar sem Oklahoma var í bílstjórasætinu allan tímann.  Durant skolaði niður 31 stigi fyrir Oklahoma en hjá Dallas fátt um fína, Nowitski með 17 og þar við liggur.