Evrópukeppni A-landsliða karla hefst í ágúst og þá verða andstæðingar okkar Íslendinga ekki af verri endanum, Serbar mæta á Klakann 14. ágúst en Serbía er ein af allra sterkustu körfuboltaþjóðum heims! Karfan.is ætlar núna að fá lesendur í lið með sér til þess að velja íslenska A-landsliðshópinn. Hvort okkar lið verði eins og það sem landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist velur svo á endanum verður fróðlegt að sjá.
Það sem við gerum er að fólk getur sent okkur sitt 12 manna lið. Hver leikmaður á 12 manna listanum fær 1 stig. Þeir 12 stigahæstu þegar kosningu lýkur 31 maí munu svo enda sem okkar landslið. Við ætlum að kanna hversu naskir lesendur okkar eru og birta hópinn á næstunni svo skil á landsliðvalinu þínu eru eigi síðar en fimmtudaginn 31. maí.
 
Eftirfarandi getur þú kóperað og skilað okkur til baka á karfan@karfan.is
 
Íslenska landsliðið mitt fyrir EM 2012 (setja nafn leikmanns þar sem bandstrikið er nú).
 
1. – 1 stig
2. – 1 stig
3. – 1 stig
4. – 1 stig
5. – 1 stig
6. – 1 stig
7. – 1 stig
8. – 1 stig
9. – 1 stig
10. – 1 stig
11. – 1 stig
12 – 1 stig
 
Sendið liðið ykkar á karfan@karfan.is