Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson hafa sungið sitt síðasta þessa leiktíðina í ACB deildinni á Spáni en liðin þeirra, Manresa og CAI Zaragoza, komust ekki í úrslitakeppni deildarinnar. Átta efstu liðin leika í úrslitakeppninni en Zaragoza hafnaði í 10. sæti og Manresa í 12. sæti í 18 liða deild á Spáni.
Manresa 71-77 Barcelona
Haukur Helgi Pálsson fékk að spreyta sig í tæpa mínútu í leiknum og tók eitt frákast en stigahæstur í liði Manresa var Josh Asselin með 18 stig. Hjá stórliði Barcelona var Boniface Ndong með 17 stig.
 
Busens 89-84 CAI Zaragoza
Jón Arnór var ekki í byrjunarliðinu en skoraði 7 stig í leiknum, tók 1 frákast og gaf 3 stoðsendingar á rúmum 26 mínútum.
 
Jón var einn af lykilmönnum Zaragoza á tímabilinu en Haukur var að stíga sín fyrstu skref í ACB deildinni og var í byrjunarliðinu nokkra leiki en spilatími hans fór minnkandi er leið á tímabilið.
 
Svona er úrslitakeppnin á Spáni:
Barcelona-Alicante
Real Madrid-Banca
Caja Laboral-Gescrap
Valencia-Lagun Aro
 
nonni@karfan.is