Íslensku yngri landsliðin leika þrjá úrslitaleiki í dag. U18 ára landslið karla leikur til úrslita um Norðurlandameistaratitilinn gegn Finnum en U16 ára og U18 ára kvennaliðin fara í bronsleikina og bæði mæta þau Danmörku.
Það er U18 ára karlalið Íslands sem hefur leik kl. 11:15 eða kl. 09:15 að íslenskum tíma og leika þá til úrslita gegn Finnum sem þeir unnu í gær í síðasta leiknum í riðlinum. U16 ára landslið Íslands leikur gegn Dönum um bronsið kl. 11:00 eða 09:00 að íslenskum tíma. Bein textalýsing verður frá karlaleiknum hér á Karfan.is ásamt tölfræðilýsingu sem nálgast má á KKÍ.is. Því miður er ekki hægt að vera með textalýsingu frá bronsleikjunum sem báðir fara fram á öðrum leikvelli þar sem ekki er boðið upp á þráðlausa nettengingu. Umfjöllun um bronsleikina kemur því skömmu eftir að leikjum lýkur.
 
Síðasti leikur dagsins í dag er viðureign U18 ára kvennaliðs Íslands sem mætir Dönum kl. 14:30 eða kl. 12:30 að íslenskum tíma.
 
Leikir dagsins – ísl. tími
09:00 U16 kvenna Ísland-Danmörk (bronsleikur)
09:15 U18 karla Ísland-Finnland (úrslitaleikur)
12:30 U18 kvenna Ísland-Danmörk (bronsleikur)
 
  
Mynd/ Tomasz Kolodziejski – tomasz@karfan.is – Guðlaug Björt í leiknum gegn Finnum í gærkvöldi. Hún verður með 16 ára kvennaliðinu í dag sem freistar þess að næla sér í bronsið.