Þá er ljóst hvaða 12 leikmenn skipa A-landslið lesenda Karfan.is en þrír leikmenn úr úrvalsdeild karla komust í hópinn, hinir níu léku sem atvinnumenn á meginlandi Evrópu á síðustu leiktíð. Jón Arnór Stefánsson leikmaður CAI Zaragoza á Spáni skoraði hæst allra og fékk 55 atkvæði í kosningunni.
Hvor Peter Öqvist landsliðsþjálfari taki mark á þessu kjöri okkar ásamt aðstoðarmönnum sínum þeim Pétri Sigurðssyni og Helga Jónasi Guðfinnssyni skal ósagt látið en liðið sem lesendur Karfan.is valdi inniheldur 9 leikmenn sem léku sem atvinnumenn á síðustu leiktíð.
 
A-landslið valið af lesendum Karfan.is
 
1. Jón Arnór Stefánsson – 55 atkvæði
2. Hlynur Bæringsson – 53 atkvæði
3. Pavel Ermolinski – 52 atkvæði
4. Sigurður Gunnar Þorsteinsson – 52 atkvæði
5. Jakob Örn Sigurðarson – 51 atkvæði
6. Logi Gunnarsson – 46 atkvæði
7. Haukur Helgi Pálsson – 45 atkvæði
8. Helgi Már Magnússon – 44 atkvæði
9. Brynjar Þór Björnsson – 40 atkvæði
10. Finnur Atli Magnússon – 38 atkvæði
11. Hörður Axel Vilhjálmsson – 36 atkvæði
12. Jón Ólafur Jónsson – 23 atkvæði
 
Aðrir sem fengu atkvæði í kosningunni
 
13. Justin Shouse – 16 atkvæði
14. Magnús Þór Gunnarsson – 15 atkvæði
15. Ægir Þór Steinarsson – 12 atkvæði
16. Þorleifur Ólafsson – 10 atkvæði
17. Guðmundur Jónsson – 8 atkvæði
18. Jóhann Árni Ólafsson – 8 atkvæði
19. Martin Hermannsson – 6 atkvæði
20. Darri Hilmarsson – 6 atkvæði
21. Ragnar Nathanaelsson – 5 atkvæði
22. Marvin Valdimarsson – 4 atkvæði
23. Axel Kárason – 4 atkvæði
24. Páll Axel Vilbergsson – 3 atkvæði
25. Fannar Freyr Helgason – 3 atkvæði
26. Emil Barja – 3 atkvæði
27. Helgi Rafn Viggósson – 2 atkvæði
28. Kristófer Acox – 2 atkvæði
29. Hreggviður Magnússon – 2 atkvæði
30. Jón Sverrisson – 2 atkvæði
31. Grétar Ingi Erlendsson – 2 atkvæði
32. Almar Stefán Guðbrandsson – 2 atkvæði
33. Árni Ragnarsson – 1 atkvæði
34. Þröstur Leó Jóhannsson – 1 atkvæði
35. Jovan Zdravevski – 1 atkvæði
36. Darrell Flake – 1 atkvæði
37. Pálmi Freyr Sigurgeirsson – 1 atkvæði
38. Kjartan Atli Kjartansson – 1 atkvæði
 
Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í kosningunni.