Norðurlandamót A-landsliða kvenna hefst í Noregi í dag þar sem íslenska A-landsliðið ríður á vaðið gegn heimakonum í Noregi. Leikurinn hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Íslenski hópurinn fór út á þriðjudagsmorgun og hefur því þegar fengið tækifæri til þess að stilla saman strengi sína í Noregi við æfingar. Meðfylgjandi mynd var tekin á æfingu liðsins.
 
Mynd/ www.kki.is
 
Tengt efni: