Norðurlandamót U16 og U18 ára landsliða hefst í Solna í Svíþjóð í næstu viku. Karfan.is verður á staðnum og mun greina ítarlega frá mótinu í máli og myndum. Kjörís og Gatorade hafa slegist með í för og verða á meðal bakhjarla Karfan.is á meðan mótinu stendur.
Alls sendir Ísland fjögur lið til keppni, U16 ára karla og kvenna og svo U18 ára karla og kvenna. Sjálf keppnin hefst á miðvikudag í næstu viku en hluti hópsins leggur af stað til Svíaveldis á þriðjudag og restin mætir ytra á miðvikudag.