Finnur Jónsson aðstoðarþjálfari U16 ára landsliðs kvenna var súr í broti þegar Karfan.is náði á hann í kvöld. U16 ára kvennaliðið lenti í svakalegum leik gegn Finnum, unnu leikinn en töpuðu stríðinu ef svo má að orði komast. Sigurinn reyndist fjögur stig en þurfti að vera sjö svo Finnar komust í úrslitaleikinn á kostnað Íslands. Finnur var afar óhress með dómgæsluna í leiknum en að sama skapi afar stoltur af sínum leikmönnum.