Benedikt Guðmundsson náði mögnuðum árangri með nýliða Þórs á leiktíðinni sem í kvöld tóku við silfurverðlaunum er Grindavík varð Íslandsmeistari. Þórsarar urðu fyrstu nýliðarnir í körfuknattleikssögu Íslands til þess að leika í úrslitum Íslandsmótsins eftir að úrslitakeppnin var tekin í gagnið. Benedikt sagði að sínir liðsmenn gætu gengið stoltir frá borði.