Erlingur Hannesson er aðalfararstjóri íslenska hópsins í Solna og hann hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að fararstjórn. Karfan TV náði tali af Erlingi í Solnahallen í kvöld sem sagði fararstjóraverkin bæði gefandi og skemmtileg en Erlingur mun hafa í mörg horn að líta næstu daga enda þétt dagskrá framundan hér í Svíaveldi.