Ólafur Ólafsson varð að fylgjast með af bekknum þegar Grindavík tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöldi en Ólafur meiddist eins og frægt er orðið í seríunni gegn Stjörnunni. Ólafur sagði gullið sætt en að vissulega hafi verið erfitt að fylgjast með frá tréverkinu.