U18 ára karlalandslið Íslands fékk skell í úrslitum Norðurlandamótsins í gær gegn sterkum Finnum. Ísland sá aldrei til sólar í leiknum en Finnland og Ísland mætast aftur síðar í sumar í þessum aldursflokki þar sem þau eru saman í riðli á Evrópumeistaramótinu. Karfan TV ræddi við Einar Árna þjálfara liðsins eftir úrslitaleik NM í gær.