Valur Orri Valsson átti góðan dag með íslenska U18 ára landsliðinu sem rétt í þessu var að valta yfir Dani. Valur gerði 17 stig í leiknum og var einnig iðinn við að finna samherja sína. Hann sagði hugarfarið í hópnum gott fyrir þennan leik gegn Dönum enda væri hópurinn samheldinn.