Peter Öqvist landsliðsþjálfari Íslands var mættur í Solnahallen og fylgdist með íslensku liðunum á Norðurlandamótinu sem lauk í Svíþjóð um helgina. Karfan.is náði snörpu tali af landsliðsþjálfaranum eftir að U18 ára landslið Íslands hafði fengið skell í úrslitaleik NM gegn Finnum. Peter sagði Karfan.is að landsliðsþjálfararnir væru þessi dægrin að ræða valið á leikmönnum í A-landsliðið fyrir sumarið en Evrópukeppnin fer fram á seinni stigum sumarsins og í haust.