Samningur Loga Gunnarssonar við Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni er runninn út svo tíðinda er að vænta af landsliðsmanninum sem nú skoðar sín mál. Logi hefur þó fylgst vel með íslensku yngri landsliðunum á NM í Solna þar sem hann er búsettur. Karfan TV greip Loga glóðvolgan í Solnahallen í dag sem kvaðst spenntur fyrir úrslitaleik U18 ára karlaliðsins á morgun.