Páll Axel Vilbergsson varð í kvöld annar Grindvíkingurinn til þess að lyfta Íslandsmeistaratitlinum á loft og kappinn var sáttur svo ekki sé nú meira sagt. Páll hefur um árabil verið á meðal fremstu leikmanna þjóðarinnar en þann stóra vantaði alltaf í safnið og nú er hann kominn. Að sjálfsögðu var Guðmundur Bragason á svæðinu til að ganga úr skugga um að Páll myndi bera sig vel að þegar sá stóri færi á loft.