Snorri Örn og Daði Lár voru kátir með sigurinn gegn Dönum í dag en á morgun munu Danir leika til úrslita á NM í Svíþjóð í 16 ára flokki drengja en íslenska liðið hefur lokið keppni. Íslenska liðið lék magnaða vörn gegn Dönum í dag og þjálfararnir, Snorri Örn og Hjalti, fá fyrir vikið að taka 200 armbeygjur þar sem íslenska liðið hélt því danska undir 70 stigum.