Landsliðsmaðurinn Jakob Örn Sigurðarson hefur gert nýjan þriggja ára samning við Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni. Jakob hefur þegar leikið þrjú tímabil með félaginu og varð meistari með þeim á þarsíðustu leiktíð.
Jakob er lykilleikmaður í liði Sundsvall og á heimasíðu félagsins segir að það hafi verið eitt af forgangsverkefnum klúbbsins að hafa Jakob áfram hjá félaginu. Þá segir Fredrik Ahnstrand íþróttastjóri Sundsvall að Jakob sé alvörugefinn íþróttamaður og ungum iðkendum mikil fyrirmynd og falli því eins og flís við rass í Sundsvall-fjölskyldunni.
 
nonni@karfan.is