Philadelphia 76ers tryggðu sér í nótt oddaleik í undanúrslitum austurstrandarinnar í NBA með sigri á Boston Celtics. Staðan í einvíginu er því 3-3 og oddaleikur framundan. Lokatölur voru 82-75 fyrir 76ers á þeirra heimavelli. Oddaleikurinn fer svo fram á laugardag á heimavelli Boston.
Jrue Holiday var atkvæðamestur í liði 76ers í nótt með 20 stig og 6 stoðsendingar og Elton Brand bætti við 13 stigum og 10 fráköstum. Hjá Boston var Paul Pierce með 24 stig og 10 fráköst og Kevin Garnett skoraði 20 stig og tók 11 fráköst.