Í kvöld fer fram fjórða úrslitaviðureign Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn en staðan í einvíginu er 2-1 Grindavík í vil. Leikurinn fer fram í Icelandic Glacial Höllinni og er um að ræða síðasta heimaleik Þórsara á tímabilinu. Fjörið hefst kl. 19:15 en á síðasta leik var uppselt í Röstina klukkutíma fyrir leik svo mætið tímanlega!
Eins og áður segir er þetta síðasti heimaleikur nýliða Þórs á tímabilinu og verður þetta mögulega síðasti leikur ársins? Grindavíkursigur þýðir að gulir deildarmeistarar verða Íslandsmeistarar en sigur Þórs þýðir að blásið verður til oddaleiks í Röstinni í Grindavík.
 
Grindvíkingar unnu fyrstu tvo leikina og gátu í síðasta leik orðið Íslandsmeistarar með sigri á heimavelli en Þorlákshafnarbúar spilltu gleðinni með 91-98 sigri.
 
Mætið tímanlega í Þorlákshöfn í kvöld, síðast komust færri að en vildu!
 
Mynd/ tomasz@karfan.is