Kvennalandslið Íslands var rétt í þessu að vinna nauman spennusigur gegn Dönum á Norðurlandamótinu sem nú fer fram í Noregi. Lokatölur leiksins voru 72-67 fyrir Ísland þar sem taugarnar reyndust í fínu formi á vítalínunni þegar á þurfti að halda.
Ísland leiddi 23-14 eftir fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 43-32 fyrir Ísland en í hálfleik voru þær Helena Sverrisdóttir, Petrúnella Skúladóttir og Hildur Sigurðardóttir allar komnar með þrjár villur.
 
Danir sóttu að íslenska liðinu í síðari hálfleik en á lokasprettinum reyndist íslenska sveitin með stáltaugar á línunni sem dugði til að halda Dönum fjarri og lokatölur 72-67. Helena Sverrisdóttir hjó ansi nærri þrennunni með 21 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Þær María Ben Erlingsdóttir og Petrúnella Skúladóttir bættu svo báðar við 11 stigum.
 
Mynd/ KKI.is – Helena Sverrisdóttir fór mikinn fyrir Ísland gegn Dönum áðan.
 
nonni@karfan.is