Hvergerðingar hafa ráðið Hallgrím Brynjólfsson sem þjálfara kvennaliðs félagsins sem leika mun í 1. deild kvenna á næstu leiktíð. Hallgrímur gerði í gær tveggja ára samning við Hamar en á nýloknu tímabili var hann aðstoðarþjálfari Hrafns Kristjánssonar í KR sem og þjálfari í 8. flokki drengja og stúlkna.
Hvergerðingar búast við því að leikmannahópur liðsins haldist óbreyttur að frátöldu brotthvarfi Fanneyjar Guðmundsdóttur en á dögunum samdi hún við Fjölni í úrvalsdeild.
 
Lárus Jónsson verður þó áfram með meistaraflokk karla í Hamri en hann stýrði þeim inn í undanúrslit 1. deildar þar sem liðið lá gegn ÍA í úrslitakeppninni.
 
Mynd/ www.hamarsport.is – Hallgrímur Brynjólfsson ásamt leikmönnum og forsvarsmönnum KKD Hamars.