Gunnhildur Gunnarsdóttir mun klæðast Haukatreyjunni áfram en hún og Haukar hafa komist að samkomulagi um að Gunnhildur spili með liðinu næstu tvö árin. www.haukar.is/karfa greinir frá.
Gunnhildur var einn af máttarstólpum silfurliðs Hauka og er ljóst að hlutverk hennar verður ekki síður minna á komandi leiktíð.
 
Gunnhildur er núna stödd í Noregi með A-landsliðinu sem keppir á NM og mun hún undirrita samninginn eftir að NM lýkur. 
 
www.haukar.is/karfa

Mynd/ skuli@karfan.is