Grindvíkingar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í Icleand Express deild karla eftir 72-78 sigur á Þór Þorlákshöfn í fjórðu viðureign liðanna en úrslitaserían fór 3-1 fyrir Grindavík. J´Nathan Bullock var valinn besti maður úrslitakeppninnar en í kvöld fór kappinn á kostum með 36 stig og 8 fráköst í liði Grindavíkur.
Frábærri seríu er lokið þar sem tvö bestu lið landsins buðu upp á hörku bolta, glæsilegt tilþrif, spennu og allt sem alvöru úrslitaeinvígi þarfnast. Grindvíkingar eru því Íslandsmeistarar í annað sinn en þeirra fyrsti titill kom í hús árið 1996.
 
Heildarskor:
 
Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 26/4 fráköst, Joseph Henley 17/4 fráköst/3 varin skot, Blagoj Janev 10/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 8, Guðmundur Jónsson 5/5 fráköst, Darri Hilmarsson 4/6 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 2, Emil Karel Einarsson 0, Erlendur Ágúst Stefánsson 0, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0, Þorsteinn Már Ragnarsson 0.
 
Grindavík: J’Nathan Bullock 36/8 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 10/4 fráköst, Giordan Watson 7/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ryan Pettinella 6, Jóhann Árni Ólafsson 4/7 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Þorsteinn Finnbogason 0, Páll Axel Vilbergsson 0/4 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 0, Einar Ómar Eyjólfsson 0, Ármann Vilbergsson 0.
 
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson
 
Nánar um leikinn síðar…
 
Myndir/ nonni@karfan.is
J´Nathan Bullock var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar