"Maður er ekki kominn svo langt, maður er ennþá svo súr yfir að hafa tapað þessum leik . Jú við erum ánægðir með árangurinn, við ætluðum samt að klára þetta þannig að það er erfitt að horfa á þetta, horfa á þá fagna hérna, sérstaklega á heimavelli. En eins og menn segja, svona er boltinn bara".
"þessi leikur hefði getað dottið á hvorn veginn sem er. Við hefðum getað og áttum í raun að klára þetta. Ekki hafa þetta svona jafnt. Við bara fráköstuðum illa og það bara beit okkur í rassinn. Samkvæmt tölfræðinni vorum við 22- 10 undir í fráköstum í hálfleik, þú getur ekki unnið lið eins og Grindavík ef þú ætlar að spila svoleiðis.
Lið Þórs kom eins og þruma úr heiðskýri lofti inní toppbaráttuna í Iceland Express deildina og eru fyrstu nýliðarnir til þess að ná svo langt í sögu Iceland Express deildarinnar. Er lið Þórs komið til að vera í toppbaráttunni?
"Metnaðurinn hérna er orðinn þannig, það er alveg ótrúlega gott og duglegt fólk hérna í stjórninni. Það er það sem er númer eitt tvö og þrjú, breytingin á því sem hefur verið hjá okkur. Það er alveg ótrúlega ötult fólk í þessu starfi og vinnur vel fyrir okkur. Það er bara gríðarlegur metnaður í gangi og ég hef trú á því að við komum bara tvíefldir til leiks á næsti ári og klárum þetta bara".
Karfan.is óskar Þór frá Þorlákshöfn til hamingju með silfur í Iceland Express deild karla árið 2012 og jafnframt það stórmerkilega met að vera einu nýliðar í deild þeirra bestu sem hafa unnið leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
gisli@karfan.is
Mynd: Tomasz@karfan.is