Ágúst Orrason mun leika með Njarðvíkingum næstu tvö árin en Ágúst kemur frá Breiðablik. Ágúst er skotbakvörður fæddur árið 1993 og gerði 12,9 stig og tók 3,3 fráköst með Breiðablik í 1. deild á síðustu leiktíð. Þá var Friðrik Pétur Ragnarsson kjörinn nýr formaður Körfuknattleiksdeildar UMFN í gærkvöldi.
Við sama tækifæri í gær var gengið frá samningi við Örvar Þór Kristjánsson sem verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla við hlið Einars Árna Jóhannssonar.
 
Nánar um málið á heimasíðu UMFN