Haukar í samvinnu við Helenu Sverrisdóttur standa fyrir séræfingum fyrir allar stelpur 12 ára og eldri og hefjast æfingar föstudaginn 18. maí. Lögð verður áhersla á einstaklingsmiðaða þjálfun þar sem mið er tekið af getu hvers og eins. Gerð verður áætlun í upphafi fyrir hvern og einn og fundið út á hvaða þætti lögð verður áhersla á þannig að hver og einn geti unnið í þeim þáttum sem að hann þarf helst á að halda.
 
 
Helena segir í samtali við Hauka.is að æfingarnar séu opnar fyrir allar stelpur, hvaðan sem er á landinu, fæddar 2001 eða fyrr.

Sjá viðtal við Helenu á heimasíðu Hauka

 
Skráning fer fram á hsverrisdottir@yahoo.com eða í síma 778-6822.