Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. Chicago Bulls eru komnir í sumarfrí eftir naumt tap gegn Philadelphia, Atlanta geta sömuleiðis farið að huga að sumarfríinu en Denver jöfnuðu 3-3 gegn Lakers með sterkum sigri í Staples Center.
Philadelphia 79-78 Chicago
Philaelphia vann seríuna 4-2
Andre Iguodala fór fyrir 76ers með 20 stig og 7 stoðsendingar en hjá Bulls var Luol Deng með 19 stig og 17 fráköst. Iguodala smellti niður tveimur vítum þegar 2,2 sek. voru eftir af leiknum og reyndust það lokastigin þar sem Bulls voru búnir með öll leikhléin sín og reyndu erfitt miðjuskot sem geigaði þó naumlega.
 
Boston 83-80 Atlanta
Boston vann seríuna 4-2
Kevin Garnett fór fyrir Boston með 28 stig og 14 fráköst og Paul Pierce bætti við 18 stigum, 7 stoðsendingum og 5 fráköstum. Hjá Atlanta var Josh Smith með 18 stig og 9 fráköst.
 
LA Lakers 96-113 Denver
Denver jafnaði seríuna 3-3
Ty Lawson fór mikinn í liði Denver með 32 stig, 6 stoðsendingar og 5 fráköst en hjá Lakers var Kobe Bryant með 31 stig og 4 stoðsendingar. Spánverjinn Pau Gasol hefur átt betri daga, 1 af 10 í teignum hjá kappanum.
 
Mynd/ Iguodala og félagar í 76ers sendu Bulls í sumarfrí í nótt.
 
nonni@karfan.is