Oddaviðureign Boston Celtics og Philadelphia 76ers fór fram í nótt í undanúrslitum austurstrandarinnar í NBA. Lokatölur voru 85-75 Boston í vil sem mæta því Miami Heat í úrslitum austursins. Einvígi Boston og Miami hefst strax annað kvöld!
Rajon Rondo fór fyrir Boston í nótt með glæsilega þrennu, 18 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst en allt byrjunarlið Boston gerði 11 stig eða meira í leiknum. Kevin Garnett gerði einnig 18 stig og tók 13 fráköst hjá Boston. Andre Iguodala fór fyrir 76ers með 18 stig og 4 fráköst og Jrue Holiday gerði 15 stig og gaf 9 stoðsendingar.
 
Það eru því San Antonio Spurs, Oklahoma City Thunder, Miami Heat og Boston Celtics sem nú slást um NBA meistaratitilinn.
 
Mynd/ Rajon Rondo hnoðaði í þrennu gegn 76ers í nótt.

nonni@karfan.is