Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar harmar það atvik sem átti sér stað í oddaleik Stjörnunnar og Keflavíkur, milli Fannars Helgasonar, leikmanns Stjörnunnar og Vals Valsonar leikmanns Keflavíkur.  Atvikið átti sér stað þegar leikmennirnir börðust um boltann og var óviljaverk af hálfu leikmanns Stjörnunnar. Hins vegar lítur deildin þetta mál alvarlegum augum þar sem slík atvik geta haft alvarlegar afleiðingar.
Tekið hefur verið á málinu innan Stjörnunnar, og hafa forráðamenn deildarinnar og þjálfarar átt samtal við leikmanninn og undirstrikað alvarleika málsins.  Niðurstaðan er sú að Fannar mun tímabundið ekki bera fyrirliðabandið fyrir hönd Stjörnunnar.
 
Það er von Kkd Stjörnunnar að þar með sé þessu máli lokið.
 
www.stjarnan-karfa.is