Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var í gær í viðtali hjá Víkurfréttum á Suðurnesjum þar sem fram kemur að tveggja ára samningur hans við sænska liðið Solna Vikings rennur út núna í maímánuði. Logi segist í viðtalinu opinn fyrir því að kíkja á aðra möguleika í Svíþjóð sem og í öðrum löndum.
,,Klúbburinn var ánægður með mig bæði árin en þeir ætla að bíða og sjá hvernig fjárhagsstaðan verður fyrir næsta tímabil og hver þjálfar liðið," sagði Logi við Víkurfréttir.