Grindavík og Þór Þorlákshöfn mætast í kvöld í sínum þriðja leik í úrslitum Iceland Express deildar karla. Staðan í einvíginu er 2-0 Grindavík í vil og með sigri í kvöld geta þeir orðið Íslandsmeistarar. Ef Grindavík verður meistari verður það þá í annað sinn sem liðið lyftir þeim stóra en gulir urðu meistarar í fyrsta og eina skiptið árið 1996.
Þórsarar fengu skell á heimavelli í öðrum leiknum og eru nú með bakið uppi við vegginn fræga. Sigur í dag tryggir þeim leik fjögur í Þorlákshöfn en tap þýðir silfurverðlaun.
 
Fyrstu tveir leikirnir í úrslitum:
Leikur 1: Grindavík 93-89 Þór Þorlákshöfn (1-0 Grindavík)
Leikur 2: Þór Þorlákshöfn 64-79 Grindavík (2-0 Grindavík)