Helena Sverrisdóttir og liðsfélagar í Good Angels í Slóvakíu hefja í dag baráttuna um meistaratitilinn þar í landi en liðið mætir MBK Ruzomb í úrslitum deildarinnar. Good Angels sátu hjá í fyrstu umferðinni en sópuðu svo unglingaliði sínu Dannax 3-0 í undanúrslitum.
MBK Ruzomb lagði Samorin 3-1 í undanúrslitum á leið sinni í úrslitaviðureignina.
 
Leikir Good Angels og Dannx í undanúrslitum
Leikur 1: 88-55 Helena með 14 stig og 6 fráköst
Leikur 2: 98-46 Helena með 9 stig og 2 fráköst
Leikur 3: 81-31 Helena með 12 stig og 4 stoðsendingar
 
nonni@karfan.is