Í kvöld hefst seinni úrslitahelgi yngri flokka þegar leikið verður í undanúrslitum í unglingaflokki karla. Fyrri úrslitahelgin fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík um síðastliðna helgi en að þessu sinni er leikið í DHL-Höllinni í vesturbænum.
Leikir kvöldsins – undanúrslit unglingaflokks karla
 
18:00 Njarðvík – Fjölnir
20:00 KR – Haukar
 
Þá er laugardagurinn þéttur í meira lagi, troðfullur reyndar af æsispennandi undanúrslitaleikjum en sjálfir úrslitaleikirnir fara fram á sunnudag.