Þór Þorlákshöfn er í fantaformi um þessar mundir, það er bara nákvæmlega ekkert flóknara en það. Í kvöld skelltu þeir KR 86-100 og leiða því 1-2 í undanúrslitarimmunni. Með sigri í næsta leik í Þorlákshöfn tryggja þeir sér sæti í úrslitum og verða þá fyrstu nýliðarnir í íslenskum körfuknattleik til þess að komast í úrslitaseríuna!
Erfitt að er týna einhvern einn út í liði Þórs því grænir gengu eins og smurð vél á öllum mönnum en Govens og Darri fóru mikinn. Govens að daðra við þrennuna með 29 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar og Darri bætti við 14 stigum, 9 fráköstum, 3 stoðsendingum og 1 stolnum bolta. Hjá KR var Josh Brown með 34 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Nánar um leikinn síðar…
 
nonni@karfan.is