Carmelo Anthony fór fyrir New York í nótt þegar Boston Celtics komu í heimsókn. Melo kallinn splæsti í tuddaþrennu með 35 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar en alls fimm leikir voru á dagskránni.
New York 118-110 Boston
Carmelo Anthony var með svaðalega þrennu í leiknum, 35 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Næstir voru þeir J.R. Smith og Steve Novak báðir með 25 stig af bekknum. Hjá Boston fór Paul Pierce fyrir grænum með 43 stig og 3 stoðsendingar og Rajon Rondo bætti við 13 stigum og 13 stoðsendingum. New York bekkurinn gerði 55 stig í leiknum gegn aðeins 2 stigum frá Boston bekknum!
 
LA Lakers 91-112 San Antonio
Andrew Bynum gerði 21 stig og tók 7 fráköst fyrir Lakers í fjarveru Kobe Bryant en hjá Spurs var Tony Parker með myndarlega tvennu, 29 stig og 13 stoðsendingar. Tim Duncan bætti svo við 19 stigum og 8 stoðsendingum.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Philadelphia 97-102 Indiana
Detroit 116-77 Cleveland
Minnesota 84-91 Memphis
 
nonni@karfan.is