Teitur Örlygsson var ekki á því að Grindavíkurliðið væri órjúfanlegur veggur og að lið hans ætti góða möguleika í þessari undanúrslitaseríu.  Stjarnan sýndi það í kvöld að þeirrra leikur á vel við leik Grindavíkur og þó þeir hefðu elt allan leikinn þá voru þeir aldrei langt undan.  
Það var vitað mál fyrir leikinn að Stjarnan þarf að stela sigri á útivelli ef það ætlar sér að spila til úrslita í Iceland Express deildinni í ár.  Það er hins vegar ekki gengið að því að sigra Grindavík á þeirra heimavelli. 

"Það er ekkert auðvelt en ég talaði um það í hálfleik að það eina jákvæða sem við gátum tekið úr fyrri hálfleiknum var hvað við getum gert miklu betur.  Það er það sama eftir leikinn, við erum algjörir klaufar að henda boltanum frá okkur 18-19 sinnum og oft á tíðum unforced error, bara klaufaskapur í okkur, ekki af því að vörnin og pressan var svo góð.  Síðan vorum við náttúrulega að hitta afleitlega, lykilmenn, menn sem eru vanir að nýta þessi færi mun betur.  Effortið var alveg til staðar en kannski gátum við gert aðeins betur í fráköstunum en þeir out-rebounda okkur illa í fjórða leikhluta.  Það er alveg stærðar innistæða fyrri framförum í næsta leik, Það er það jákvæða sem við tökum, það er ekkert annað í stöðunni.  Við verðum bara að fara heim, eigum heimaleik eftir þrjá daga og jafna þetta". 

Þessi leikur einkenndist af sterkum varnarleik og það eru þarna leikmenn sem eru ekkert lamb að leika við, Leikmenn á borð við J’Nathan Bullock og Ray Pattinella eru erfiðir viðureignar. 

 

"Það er ástæða fyrir því að það er gott að vera stór og sterkur í kröfubolta.  Hérna eru þessir stóru og sterku menn og það er örugglega gaman fyrir áhorfendur að fylgjast með þessum leikjum.  Mér fannst leikurinn dæmdur mjög vel og ekkert út á það að kvarta.  En við mötchum ágætlega á móti þeim en við vorum bara klaufar í dag". 

 

Umræðan hefur oft einkennst af því að ekkert lið eigi möguleika á móti feiki sterku liði Grindavíkur en þið sýnduð það hérna í kvöld að þetta er ekkert ómögulegt.

 

"Nei nei, alls ekki.  Staðan í deildinni skiptir engu máli þegar út í úrslitakeppnina  er komið.  Lið sem eru góð vilja vera uppá sitt besta núna á allan hátt og okkur finnst við vera á þeirri leið en því miður ekki í leiknum í dag.  Okkur fannst við, eins og ég talaði um áðan geta gert betur í nokkrum hlutum" . 

 

gisli@karfan.is

mynd: Tomasz@karfan.is