Áður en fyrsti úrslitaleikur Grindavíkur og Þórs úr Þorlákshöfn hófst í Röstinni í kvöld var Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar kallaður fram og honum afhentur forláta blómvöndur en þar voru Grindvíkingar að veita Teiti þakklætisvott fyrir viðbrögð sín í fjórðu undanúrslitaviðureign Stjörnunnar og Grindavíkur.
Í þessum fjórða leik Stjörnunnar og Grindavíkur meiddist Ólafur Ólafsson afar illa á ökkla og var Teitur fyrstur á vettvang og veitti Ólafi aðhlynningu. Í Röstinni urðu fagnaðarfundir í kvöld þegar Teitur var kallaður fram á völl og honum afhentur blómvöndur fyrir drengskapinn og Ólafur sjálfur var mættur á hækjunum til að skella knús á kappann.
 
Já, fagmennskan heldur áfram.
 
Tengt efni: Fagmenn
 
nonni@karfan.is