Í dag kl. 16:00 mætast Haukar og Njarðvík í sínum öðrum úrslitaleik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Staðan í einvíginu er 1-0 Njarðvíkinga í vil eftir svakalegar lokamínútur í Ljónagryfjunni í fyrsta leiknum.
Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Eins og áður segir var fyrsti leikur liðanna í Ljónagryfjunni spennuþrunginn, fyrstu þrjá leikhlutana stefndi í öruggan Haukasigur en magnaður lokasprettur Njarðvíkinga halaði inn sigrinum og hafa grænar fengið viðurnefnið ,,dramadrottningarnar."
 
Vafalítið verður spennuleikur uppi á teningnum í Schenkerhöllinni í dag og þó Haukar TV sýni frá leiknum jafnast ekkert á við það að mæta og fá fjörið beint í æð. Þeir sem eiga ekki kost á því að mæta fylgjast þá með leiknum hjá snillingunum í Haukar TV og í beinni tölfræðilýsingu hjá KKÍ og Karfan.is verður einnig með beina textalýsingu frá leiknum svo það ætti ekki neitt að fara framhjá neinum!
 
Mynd/ tomasz@karfan.is