Þegar er hafinn risavaxinn dagur í DHL-Höllinni en í dag eru alls átta leikir í undanúrslitum Íslandsmóts yngri flokka. Morguninn hófst með viðureign KR og Njarðvíkur í 9. flokki karla og lýkur deginum með slag Keflavíkur og Hauka sem hefst kl. 21:00.
Leikirnir eru sýndir í beinni netútsendingu hjá KR TV og virka útsendingarnar bara í Firefox eða Google Chrome, ekki Internet Explorer.