Undanúrslitin í unglingaflokki karla fóru fram í DHL höllinni í kvöld þar sem Njarðvík og KR höfðu sigra í sínum leikjum og munu því leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn næstkomandi sunnudag.
Njarðvík 76-57 Fjölnir
Maciej Baginski var stigahæstur Njarðvíkinga með 17 stig og 4 fráköst og Ólafur Helgi Jónsson bætti við 14 stigum og 5 fráköstum. Hjá Fjölni var Elvar Sigurðsson með 15 stig og 4 fráköst og Trausti Eiríksson gerði 10 stig og tók 7 fráköst.
 
KR 88-76 Haukar
Haukur Óskarsson gerði 39 stig í liði Hauka og tók 6 fráköst en það dugði ekki til að þessu sinni. Þá var Emil Barja með 16 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Hjá sigurliði KR var Martin Hermannsson atkvæðamestur með 29 stig og 4 fráköst og Björn Kristjánsson bætti við 22 stigum.
 
 
Mynd úr safni/ Martin Hermannsson gerði 29 stig í sigri KR í kvöld.
 
nonni@karfan.is