Fjórða úrslitaviðureign Hauka og bikarmeistara Njarðvíkur fer nú fram í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan í einvíginu er 2-1 Njarðvík í vil. Vinni grænar í dag verða þær Íslandsmeistarar en vinni Haukar þarf að blása til oddaleiks í Ljónagryfjunni í Njarðvík á þriðjudag.
Njarðvíkingar eru Íslandsmeistarar í fyrsta sinn! Til hamingju Njarðvíkingar. Lokatölur 62-76!
 
– 1.09mín eftir og Haukar að fá dæmda á sig óíþróttamannslega villu… Hardy setur bæði vítin og staðan 60-68 og Njarðvík fær boltann aftur.
 
– 1.42mín eftir af fjórða: 58-66 fyrir Njarðvík. Bendir allt til þess að sá stóri sé á leiðinni á loft hér í Schenkerhöllinni!
 
– 2.18mín eftir af fjórða: Baker-Brice að setja stökkskot yfir Haukana og staðan 57-66 og Hafnfirðingar taka leikhlé. Nú er að duga eða drepast fyrir rauðar, svo einfalt er það. Finna götin á Njarðvíkurvörninni eða sumarfrí.
 
– 2.47mín eftir af fjórða: 57-64 fyrir Njarðvík, Hardy 1 af 2 á góðgerðarlínunni, komst þangað eftir sóknarfrákast. Haukar að gleyma sér aðeins hér í varnarfráköstunum.
 
– 3.50mín eftir af fjórða: Ólöf Helga að koma grænum í 57-63 með þriggja stiga körfu.
 
– 5.00mín eftir af fjórða: 57-60 Jence að minnka muninn fyrir Hauka og gerir sín fyrstu stig síðan í fyrri hálfleik. 
 
– Fjórði leikhluti er hafinn og Margrét Rósa minnkar muninn fyrir Hauka í 51-56.
 
– Þriðja leikhluta lokið: Staðan 49-56 fyrir Njarðvíkinga sem voru mun betri hér í þriðja leikhluta. Petrúnella Skúladóttir að leika fantagóða vörn á Jence Ann sem skoraði ekki stig í leikhlutanum!
 
– 2.00mín eftir af þriðja: 47-56 fyrir Njarðvík og Haukar taka leikhlé. Heimakonur að erfiða á báðum endum vallarins, Jence og Jenkins að taka erfið skot með tvo til þrjá varnarmenn í sér. Spurning um að koma fleiri Haukaleikmönnum í gang.
 
– 3.30mín eftir af þriðja: 45-51 fyrir Njarðvík og Salbjörg Sævars að skora fyrir grænar eftir sóknarfrákast. Salbjörg, a.k.a. Dalla er að eiga glimrandi góðan þriðja leikhluta með Njarðvíkingum.
 
– 4.50mín eftir af þriðja: 42-48 fyrir Njarðvík og Haukum gengur lítt gegn vörn gestanna. 
 
– 6.28mín eftir af þriðja: 40-46 fyrir Njarðvík. 2-7 byrjun gestanna á síðari hálfleik og Haukar taka leikhlé. Gunnhildur Gunnarsdóttir er svo komin með fjórar villur í liði Hauka.
 
– 7.40mín eftir af þriðja: 40-41 fyrir Njarðvík… og það er vörnin í brennidepli þessar fyrstu mínútur þriðja leikhluta. 
 
– Síðari hálfleikur er að hefjast og byrjunarlið beggja eru mætt á völlinn.
 
– Hér voru þeir Ívar Ásgrímsson og Brenton Birmingham að reyna við Iceland Express hringlið… steinlágu báðir í gólfinu! Óborganlegt.
 
– Skotnýting liðanna í hálfleik:
Haukar: Tveggja 40%, þriggja 50% og víti 62,5%
Njarðvík: Tveggja 48%, þriggja 30,7% og víti 50%
 
– Hálfleikur: 38-39 fyrir Njarðvík. Magnaður lokasprettur að fyrri hálfleik og skot frá Jence Ann dansaði af hringnum og því leiða Njarðvíkingar. Hardy er með 15 stig og 10 fráköst í liði Njarðvíkinga en hjá Haukum er Jence Ann með 16 stig og 3 stoðsendingar.
 
– 1.35mín eftir af öðrum: 35-37 fyrir Njarðvík. Haukar taka leikhlé. Ólöf Helga er með 3 villur í Njarðvíkurliðinu en það er óhætt að segja að þessi fyrri hálfleikur hafi verið kaflaskiptur. Liðin virðast þó nú vera að komast í réttan gír og munurinn ekki mikill á þeim.
 
– 2.52mín eftir af öðrum: 33-34 fyrir Njarðvík.. grænar koma með 4-0 áhlaup út úr leikhléinu. 
 
– 4.40mín eftir af öðrum: 33-30 fyrir Hauka og Njarðvíkingar taka leikhlé. Jence að leika fantavel hjá Haukum komin með 14 stig en Hardy 11 hjá Njarðvík.
 
– 5.45mín eftir af öðrum: 29-27 fyrir Hauka sem hafa hreinlega sett í lás í vörninni og hafa skorað 13-1 á Njarðvík þessar fjóra og tæplega hálfu mínútu í öðrum leikhluta.
 
– 7.16mín eftir af öðrum: 25-26 fyrir Njarðvík, Haukar byrja með látum og skvetta 9 stigum í röð yfir gesti sína og meðal annars þristur sem fór spjaldið ofaní!
 
– Fyrsta leikhluta lokið: 16-26 fyrir Njarðvík. Lele Hardy með 10 stig hjá grænum en Jence Ann 9 stig hjá rauðum. Njarðvíkingar hafa verið mun beittari og Ingibjörg Elva kom sterk inn með flottan varnarleik þegar Ólöf Helga fór af velli með tvær villur hjá Njarðvík.
 
– 1.35mín eftir af fyrsta: Hardy með fimm stiga dembu fyrir Njarðvík og staðan 14-22 fyrir gestina. 
 
– 2.30mín eftir af fyrsta: 14-17 fyrir Njarðvík. 
 
– 5.19mín eftir af fyrsta: Ólöf Helga fær sína aðra villu og heldur á bekkinn, inn kemur Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir. Staðan 12-14 fyrir Njarðvík, Jence með 4 Haukastig í röð.
 
– 6.50mín eftir af fyrsta: 5-10, Jence með þrist fyrir Hauka og þeim rignir hér á upphafsmínútunum. 
 
– 8.10mín eftir af fyrsta: 0-7 byrjun gestanna eftir þrist frá Lele Hardy.
 
– Baker-Brice gerir fyrstu stig leiksins með gegnumbroti fyrir gestina, ljóst að hún hefur reimað á sig hlaupaskóna því hún skyldi Gunnhildi Gunnars eftir í reyk.
 
– Íslandsbikarinn er mættur í hús… fer hann á loft?
 
– Byrjunarliðin:
Haukar: Jence Ann Rhoads, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Margrét Rósa Hálfdánardóttir, María Lind Sigurðardóttir, Tierny Jenkins.
Njarðvík: Shanae Baker-Brice, Petrúnella Skúladóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Lele Hardy og Salbjörg Sævarsdóttir
 
– Dómarar leiksins eru þeir Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson