Njarðvík og Haukar mætast nú í sínum fyrsta leik í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Leikur kvöldsins fer fram í Ljónagryfjunni en Njarðvíkingar hafa heimaleikjaréttinn í seríunni. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.
– Leik lokið: Njarðvík 75-73 Haukar… svakalegur lokasprettur þar sem Njarðvíkingar sýndu mikinn karakter og léku frábæra vörn í fjórða leikhluta sem þær unnu 29-13. Njarðvík leiðir því 1-0 í einvíginu.
 
– 13,7 sek eftir: Hardy kemur UMFN í 74-73 og Haukar taka strax leikhlé. Erfitt skot hjá Hardy sem fór niður. Bjarnig Magg og Sverrir Þór leggja nú á ráðin. Bæði lið komin með skotrétt eins og áður segir svo villa þýðir að liðin komast á vítalínuna.
 
– 21 sek eftir: Njarðvíkingar taka leikhlé eftir að Jenkins kemur Haukum í 72-73 með stökkskoti. Njarðvíkingar eiga s.s. lokasóknina og þurfa aðeins tveggja stiga körfu til að vinna leikinn. Bæði lið eru komin með skotrétt svo ef Haukar brjóta fara Njarðvíkingar á vítalínuna.
 
– 45 sek eftir: 72-71 Hardy kemur Njarðvík aftur yfir
 
– 1.10mín til leiksloka: 70-69, Hardy kemur Njarðvík yfir, fyrst minnkaði hún muninn í 68-69 á vítalínunni og svo voru Haukar of lengi að taka innkastið. Njarðvík fékk boltann og Hardy setti stökkskot af endalínunni og kom Njarðvík yfir í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútm leiksins! Svakalegur leikhluti í gangi hjá Njarðvíkingum sem á síðustu 9 mínútum hafa gert 24 stig gegn 9 frá Haukum.
 
– 1.51mín til leiksloka: Hardy á vítalínunni og minnkar muninn í 68-69. Það vantar ekki lætin í Ljónagryfjuna!
 
– 2.36mín til leiksloka: 63-69 fyrir Hauka og Njarðvíkingar í villuvandræðum. Ólöf Helga með fjórar villur, Hardy og Baker-Brice með þrjár, Gunnhildur fjórar í liði Hauka og Tierny þrjár.
 
– 3.40mín til leiksloka: 61-65 fyrir Hauka. Salbjörg Sævarsdóttir með góða spretti í Njarðvíkurliðinu. Haukar dottnir úr gírnum sínum sem þær voru í fyrstu þrjá leikhlutana og eiga erfitt með að finna Njarðvíkurkörfuna. Leikhlé í gangi.
 
– 6.10mín til leiksloka: 55-62 fyrir Hauka, Njarðvíkingar eru að byrja fjórða með 9-2 áhlaupi og þetta er að breytast í svakalegan lokasprett.
 
– 7.18mín til leiksloka: 52-62 fyrir Hauka en Njarðvíkingar byrja fjórða leikhluta 6-2 og Haukar taka leikhlé. Njarðvíkurvörnin þétt og fín fyrstu þrjár mínútur þessa síðasta leikhluta, eitthvað annað að sjá til þeirra núna. Stóra spurningin er, ná þær að komast eitthvað nærri þessu einbeitta Haukaliði?
 
– Fjórði leikhluti hafinn
 
– Þriðja leikhluta lokið: 46-60 fyrir Hauka, óíþróttamannsleg villa dæmd á Njarðvíkinga þegar 8 sek voru eftir af leikhlutanum og Jence setti bæði vítin. Haukar unnu leikhlutann 19-21. Jenkins komin með 24 og 15 fráköst en hjá Njarðvík er Hardy komin með 21 stig og 10 fráköst. Engin teikn á lofti um annað en að Haukar séu að taka þennan fyrsta leik.
 
– 2.09mín eftir af þriðja: 39-54 fyrir Hauka sem eru að leika glimrandi vel sama hvort Njarðvíkingar séu í maður á mann vörn eða svæðisvörn. Margrét Rósa Hálfdánardóttir skoraði eftir hraðaupphlaup og Hafnfirðingar í stúkunni eru að láta heyra vel í sér.
 
– 3.17mín eftir af þriðja: 38-49 fyrir Hauka og gestirnir ekkert á þeim buxunum að hleypa heimakonum nærri. 
 
– 5.00mín eftir af þriðja: Haukar leika af mikilli grimmd og þvinga Njarðvíkinga í hverja vitleysuna á fætur annarri. Hafnfirðingar eru við stýrið á þessum leik, það er alveg ljóst.
 
– 5.32mín eftir af þriðja: 36-45 fyrir Hauka, Hardy var enda við að smella niður Njarðvíkurþrist. 
 
– Síðari hálfleikur er hafinn og Haukar leiða 31-45. Njarðvíkingar eru farnir að leika svæðisvörn frá og með síðari hálfleik.
 
– Skotnýting liðanna í hálfleik:
UMFN: Tveggja 38,4% – þriggja 13,3% og víti 100% (1/1)
Haukar: Tveggja 48,2% – þriggja 50% og víti 66,6% 
 
– Hálfleikur: Reyndar voru það Haukar afsakið sem áttu lokasóknina í fyrri hálfleik og náðu að skora og leiða því 27-39 í hálfleik. hjá Njarðvík er Lele Hardy komin með 13 stig en hjá Haukum er Tierny Jenkins með 15 stig og 10 fráköst og Jence Rhoads 13.
 
– 24 sek. til hálfleiks: Leikhlé UMFN í gangi og staðan 27-37 fyrir Hauka sem rifu muninn upp í tíu stig hér á loksprettinum. Njarðvíkingar leggja nú á ráðin fyrir síðustu sóknina og freista þess að minnka muninn fyrir leikhlé. 
 
– 2.26mín eftir af öðrum leikhluta: 24-33 fyrir Hauka og gestirnir úr Hafnarfirði taka leikhlé. Njarðvíkurvörnin er enn á hælunum og þær Jence og Tierny rífa hana í sig. Að sama skapi eru Njarðvíkingar einhæfir í sínum sóknaraðgerðum. 
 
– 4.40mín eftir af öðrum leikhluta: 20-30 fyrir Hauka, Jence Rhoads var að smella niður þrist fyrir Hafnfirðinga og Sverrir Þór tekur leikhlé fyrir heimakonur. Jence komin með 13 stig í liði Hauka, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. 
 
– 6.20mín eftir af öðrum leikhluta: Staðan enn 18-23 fyrir Hauka. Aðeins þrír leikmenn UMFN búnir að skora en að sama skapi sex liðsmenn Hauka komnir á blað.
 
8.10mín eftir af öðrum leikhluta: 18-23 fyrir Hauka eftir Njarðvíkurþrist frá Lele Hardy. Haukar opnuðu leikhlutann 4-0. Hardy og Baker-Brice ekki nægilega duglegar í Njarðvíkurliðinu við að virkja samherja sína í sóknarleiknum og taka gríðarlega mikið til sín.
 
– Fyrsta leikhluta lokið: Staðan 15-19 fyrir Hauka. Jenkins komin með 8 stig og 6 fráköst í liði Hauka en hjá Njarðvík er Shanae Baker-Brice komin með 6 stig. Haukar ferskari þennan fyrsta leikhluta og mættu með ljómandi góða vörn inn í leikinn og Njarðvíkingar þurfa að gerast hugmyndaríkari í sóknaraðgerðum sínum.
 
– 50 sek eftir af fyrsta og 15-19 fyrir Hauka. 
 
– 2.49mín eftir af fyrsta: 13-19 fyrir Hauka. Jenkins að fara illa með Njarðvíkinga í þessum fyrsta leikhluta og Haukavörnin fyrnasterk, mæta hvergi bangnar í Ljónagryfjuna.
 
– 5.20mín eftir af fyrsta: 7-10 fyrir Hauka, Jenkins að brjótast í gegn. Petrúnella Skúladóttir fær það vandasama verkefni að hengja sig á Jence Rhoads í kvöld, er sett til höfuðs þessum frábæra bandaríska bakverði.
 
– 8.30mín eftir af fyrsta: Lele Hardy gerir fyrstu stig leiksins úr þriggja stiga körfu fyrir Njarðvíkinga. Báðum liðum töluvert mislagðar hendur á þessum upphafsmínútum.
 
-Byrjunarliðin:
UMFN: Shanae Baker-Brice, Petrúnella Skúladóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Salbjörg Sævarsdóttir og Lele Hardy.
Haukar: Jence Rhoads, Margrét Rósa Hálfdánardóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, María Lind Sigurðardóttir og Tierny Jenkins.
 
– Það er rándýrt prógramm á kústinum í Ljónagryfjunni. Hér okkur á Karfan.is við hlið er vopnaður kústi Elvar Már Friðriksson svo búast má við því að allur sviti og annað sem til fellur á gólfið verði þurrka burt með hraði!
 
– Njarðvíkingar fjölmenna á heimavöllinn. Hafnfirðingar eru ekki eins duglegir að mæta og mættu alveg vera fleiri. Mínúta í leik!