Metta World Peace, áður Ron Artest, hefur verið dæmdur í sjö leikja bann eftir að hafa gefið James Harden vænt olnbogaskot í höfuð í leik LA. Lakers og Oklahoma City Thunder á sunnudaginn síðasta. Þýðir þetta að „Alheimsfriður“ gæti misst af að minnsta kosti sex leikjum í úrslitakeppninni.
 
World Peace var rekinn út úr húsi í leiknum eftir höggið sem lenti aftan í hnakka Harden en Harden lá vankaður eftir og hlaut minni háttar heilahristing.
 
World Peace missir af leik Lakers og Sacramento á morgun og svo næstu sex leikjum en úrslitakeppnin hefst á laugardaginn.
 
Ron Artest var dæmdur í 86 leikja bann árið 2004 þegar hann stökk upp í stúku til þess að slást við áhorfendur.
 
emil@karfan.is