Deilarkeppninni í þýsku Pro A deildinni er lokið þar sem Hörður Axel Vilhjálmsson og MBC höfðu öruggan sigur á Crailsheim Merlins, 75-60. Nú tekur við úrslitakeppnin þar sem MBC mætir Science City Jena í fyrstu umferð. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í undanúrslit.
Í fyrstu umferðinni þarf að vinna þrjá leiki sem og í undanúrslitum, í úrslitaseríunni þarf að vinna tvo leiki til að verða meistari í Pro A deildinni en þau tvö lið sem leika til úrslita komast upp í þýsku úrvalsdeildina, Bundesliguna. MBC hefur keppni í 8-liða úrslitum á fimmtudag og hafa heimaleikjarétt svo lengi sem þeir eru á lífi í úrslitakeppninni.
 
Í lokaumferðinni gegn Merlins gerði Hörður Axel 3 stig á tæpum 30 mínútum og gaf 4 stoðsendingar og tók 2 fráköst.
 
Mynd/ Matthias Kuch
 
nonni@karfan.is