Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í þýska Pro A liðinu MBC eru komnir í undanúrslit eftir 3-0 öruggan sigur á Jena. Þriðji og síðasti leikurinn fór fram í gær sem MBC vann 88-60 á heimavelli. Góðgerðarmenn MBC sáu ærna ástæðu til þess að fagna því þegar Hörður Axel kom heim í íbúð sína í Þýskalandi eftir leik beið þar myndarlegur 42" flatskjár.
Ekki er svo að skilja að félagið hafi gefið Herði flatskjáinn heldur ,,uppfærðu" þeir sjónvarpsmálin í íbúðinni hjá Herði úr 20" túbusjónvarpi í 42" flatskjá. Lokaspretturinn á tímabilinu ætti því að njóast í hvíld heima við hjá Herði í umtalsvert betri sjónvarpsgæðum en síðastliðna átta mánuði.
 
Úrslit leikja MBC í 8-liða úrslitum Pro A deildarinnar
 
Leikur 1: 83-67 – Hörður með 13 stig og 6 fráköst
Leikur 2: 55-78 – Hörður með 5 stig og 2 stoðsendingar
Leikur 3: 88-60 – Lék í rúmar 13 mínútur og náði ekki að skora
 
Mynd/ Matthias Kuch

nonni@karfan.is