Fyrir páska stóð Kkd. Hamars að lokahófi meistaraflokka sinna þar sem Marín Laufey Davíðsdóttir og Ragnar Nathanaelsson voru valin bestu leikmenn félagsins en Marín fékk einnig verðlaun fyrir mestu framfarirnar.
Á heimasíðu Hamars segir ennfremur:
 
Mestar framfarir hjá drengjunum sýndi Bjartmar Halldórsson.Michael Kristjáns fékk viðurkenningu fyrir góðan varnarleik sem og Kristrún Rut Antonshjá stelpunum. Að endingu útnefndi Lárus þjálfari þau Álfhildi Þorsteins og Kristinn(Didda) Runólfs "mestu dugnaðarforkana" í sínum liðum og miklir og góðar fyrirmyndir þar á ferð!    
Emil Þorvalds vann hinn forláta "Hamar" í ár og var hann einnig veittur á staðnum.
 
Þjálfarar fengu þakklætisvott frá leikmönnum og stjórnin páskaegg!  Að Lokum fékk Svavar Páll Pálsson viðurkenningu frá KKd. Hamars fyrir 340 meistaraflokksleiki en meistarinn segist vera búinn að leggja skónna á hilluna.
  
www.hamarsport.is 
 
Mynd/ Svavar Páll er hættur!